Copyright: Sébastien Faure

Saga og eigandi


Theodór Bjarnason, rafvirkjameistari stofnaði Eldberg ehf. í byrjun árs 2018. Hann hafði þá starfað í 20 ár við ýmis störf á sviði rafmagns.

Fljótt kom í ljós að hann þurfti á fleiri starfsmönnum að halda og síðan þá hefur fyrirtækið dafnað og stækkað og státar nú af fjölbreyttum hópi.

Auk almennra raflagna í íbúða- og iðnaðarhúsnæði hafa starfsmenn Eldbergs sérhæft sig í uppsetningu og viðhaldi búnaðar á farsímasendum og möstrum, kæli- og frystikerfum og bátarafmagni.

Eldberg hefur einnig sett upp internettengingar og myndavélakerfi í hús og sumarbústaði.

Eldberg hefur jafnframt sinnt uppsetningum á ljósleiðaralögnum og splæsingu ljósleiðara.

Eftir mörg ár í allt of lítilli aðstöðu í Rimahverfinu keypti fyrirtækið og flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði á síðasta ári í Desjamýri þar sem skrifstofan og verkstæðið er staðsett í dag.